Jónas og Hermann heiđrađir á SjómannadaginnAlmennt - - Lestrar 905
Tveir sjómenn voru heiđrađir á Húsavík í dag og fór athöfnin fram í Húsavíkurkirkju ađ lokinni Sjómannaguđţjónustu.
Ţeir sem heiđrađir voru eru Jónas Jónsson og Hermann Ragnarsson.
Ađalsteinn Árni Baldursson formađur Framsýnar sagđi nokkur orđ og rakti sjómannsferil ţeirra félaga sem lengi störfuđu til sjós.
Ágćtu tilheyrendur!
Ég vil í upphafi óska sjómönnum og fjölskyldum ţeirra um land allt til hamingju međ daginn.
Reyndar okkur öllum enda hefur sjávarútvegur í gegnum tíđina veriđ einn okkar mikilvćgasti atvinnuvegur og fćrt okkur gjaldeyri og tekjur til ađ byggja upp grunnstođir ţjóđfélagsins eins og mennta- og heilbrigđiskerfiđ.
Ţrátt fyrir ađ útgerđ á svćđinu hafi dregist töluvert saman á undanförum áratugum skipar dagurinn sem áđur ákveđinn sess í lífi okkar Ţingeyinga enda tengjumst viđ sjómennskunni á einn eđa annan hátt.
Sjórinn gefur en hann hefur líka tekiđ sinn toll, ţví miđur.
Ţeirri merkilegu hefđ er viđhaldiđ víđa um land ađ heiđra sjómenn á Sjómannadaginn, sjómenn sem ţótt hafa skarađ fram úr og skilađ góđu og fengsćlu starfi, fjölskyldum ţeirra og ţjóđinni allri til heilla.
Fyrir nokkrum árum var leitađ til Sjómannadeildar Framsýnar um ađ taka ađ sér heiđrunina á Sjómannadaginn og ţótti sjálfsagt ađ verđa viđ ţví.
Í dag ćtlum viđ ađ heiđra tvo sjómenn sem báđir eru miklir heiđursmenn og ţóttu góđir samherjar til sjós svo vitnađ sé í ummćli sjómanna sem voru međ ţeim um borđ í fiskiskipum á sínum tíma.
Ţetta eru ţeir Hermann Ragnarsson frá Húsavík og Jónas Jónsson úr Ađaldal.
Jónas Jónsson:
Jónas Jónsson er fćddur á Knútsstöđum 29. desember 1944. Hann er sonur Jóns Einarssonar og Guđfinnu Karlsdóttur.
Jónas ólst upp á Knútsstöđum međ móđir sinni, afa og ömmu ţar sem stundađur var hefđbundinn búskapur. Jónas er ţví ekki kominn úr hefđbundinni sjómannafjölskyldu viđ Skjálfanda heldur er hann komin af bćndum úr Ađaldal.
Jónas var giftur Guđnýju Káradóttur og eignuđust ţau ţrjú börn, fyrir átti Guđný tvö börn en hún lést áriđ 2014, blessuđ sé minning hennar.
Ţrátt fyrir ađ alast upp á bökkum einnar fegurstu laxveiđiár landsins, Laxár í Ađaldal, leitađi hugur Jónasar frekar út á sjó međ troll en ađ bökkum Laxár međ veiđistöng.
Enda fór ţađ svo ađ hann réđ sig sem háseta á bát frá Grindavík áriđ 1963, ţá 19 ára gamall. Báturinn bar nafniđ Gullfari GK sem var um 30 tonna eikarbátur.
Jónas fylgdi straumnum, ungir menn úr Ţingeyjarsýslum leituđu suđur á vertíđ á ţessum tíma. Jónas stóđ ekki hjá, heldur reimađi á sig skóna, pakkađi niđur og hélt suđur međ sjó á vit nýrra ćvintýra.
Eftir vertíđina skilađi Jónas sér aftur heim í Knútsstađi, enda stóđ hann fyrir búskap á bćnum međ sínu fólki. Nokkrum árum síđar, ţađ er áriđ 1974, ákveđa Jónas og Guđný ađ bregđa búi.
Í kjölfariđ rćđur hann sig á Hörpu GK sem gerđ var út á net og lođnutroll auk ţess ađ starfa viđ ţađ sem féll til í landi hér norđan heiđa. Á ţessum árum kynntist hann einnig handfćra- og grásleppuveiđum á smábátum frá Húsavík.
Áriđ 1978 ákvćđur Jónas ađ gera sjómennskuna ađ ađalstarfi og rćđur sig á togarann Júlíus Havsteen ŢH frá Húsavík.
Eftir góđ ár á Júlíusi fór Jónas yfir á togarann Kolbeinsey ŢH ţar sem hann var í nokkur ár til viđbótar hjá útgerđinni Höfđa hf. Frá ţeim tíma hefur Jónas komiđ víđa viđ sem háseti, kokkur, vélavörđur, netamađur og bátsmađur.
Hann var á bátum og togurum sem gerđir voru út frá Húsavík eins og Aroni ŢH, Geira Péturs ŢH og Ţórunni Havsteen ŢH.
Líkt og er međ góđa og eftirsótta sjómenn eins og Jónas átti hann auđvelt međ ađ fá góđ pláss á bátum og togurum frá helstu verstöđum landsins.
Hann var á Helgu RE, Hafnarröstinni ÁR, Gnúp GK, Heiđrúnu GK, Eyborginni EA og Mánatind GK. Á ţessum skipum kynntist Jónas flestum veiđum og veiđafćrum.
Jónas var međ góđum skipstjórum í gegnum sinn farsćla sjómannsferil eins og hann segir sjálfur. Hann nefnir sérstaklega Benjamín Antonsson, Jóhann Gunnarsson, Hermann Ragnarsson, Bjarni Eyjólfsson, Hinrik Ţórarinsson, Jónas Sigmarsson og Eirík Sigurđsson.
Jónas hćtti til sjós áriđ 2004 og hefur síđan starfađ í landi viđ ýmislegt s.s. vélavinnu, vörubíla- og rútubílaakstur.
Ţegar stjórn Sjómannadeildar Framsýnar fundađi á dögunum til ađ velja tvo sjómenn sem skyldu heiđrađir á sjómannadaginn, kom nafn Jónasar strax upp.
Ţá varđ einum stjórnarmanni ađ orđi sem starfađi lengi međ Jónasi til sjós; „Hann hefur alltaf veriđ mikill snillingur Knútsstađabóndinn, hann er vel ađ ţví kominn ađ vera heiđrađur fyrir sín störf“.
Já svona lýsa samherjar Jónasi fyrir hans störf og samveru um borđ í fiskiskipum ţar sem miklu máli skiptir ađ góđur andi ríki enda starfa menn oft viđ krefjandi og erfiđar ađstćđur sem kallar á samheldni áhafnarinnar.
Jónas Jónsson hafđu kćrar ţakkir fyrir framlag ţitt til samfélagsins í gegnum tíđina.
Hermann Ragnarsson:
Hermann Ragnarsson er fćddur á Húsavík 6. september 1940. Hann er sonur Ragnars Jakobssonar og Jónínu Hermannsdóttur.
Hermann var giftur Svanlaugu Björnsdóttur. Ţau eignuđust ţrjú börn. Svanlaug lést áriđ 1996, blessuđ sé minning hennar.
Ţegar saga sjómennsku á Húsavík er skođuđ er ađdragandinn oftast sá sami. Fjaran togar unga drengi niđur ađ sjávarsíđunni, ţar var allt ađ gerast, ţar var lífćđ ţorpsins. Samfélagiđ viđ Skjálfanda stóđ og féll međ ţví sem sjórinn gaf.
Hermann var ekki gamall eđa hár í loftinu ţegar hann fór ađ ţvćlast međ félögum sínum niđur í fjöru, ţađ er niđur fyrir bakkann á Húsavík. Ţar fylgdust ţeir međ sér eldri mönnum ađ störfum, viđ beitningu og uppstokkun á línu og fylgdust međ bátunum koma fulllestađa ađ landi eftir fengsćlar veiđiferđir. Ţetta heillađi unga drengi sem ţá gerđu sér ekki grein fyrir ţví ađ sjómennskan ćtti eftir ađ verđa ţeirra ćvistarf.
Einn af ţeim sem stóđ í sjósókn á ţessum tíma var Ásgeir Kristjánsson, eđa Blöndi, eins og hann var kallađur. Hann tók ađ kenna Hermanni ađ beita ţegar hann var innan viđ fermingaraldur. Ţađ hjálpađi honum síđar til ađ fá vinnu viđ beitningu hjá Jóhanni frćnda sínum Hermannssyni sem gerđi út trilluna Brand ŢH. Hermann beitti hjá frćnda sínum í tvö sumur međ skóla, ţá 13 til 14 ára gamall.
Viđ 18 ára aldur útvegađi Kristján Ásgeirsson á Húsavík Hermanni plássi á Stefáni Árnasyni SU sem var 60 tonna eikarbátur frá Fáskrúđsfirđi. Báturinn var gerđur út frá Keflavík, ţar var Hermann um veturinn og beitti í landi.
Hugurinn leitađi heim og réđ Hermann sig á Smára ŢH á síldarnót sumariđ 1958 en Smári var 65 tonna eikarbátur. Ţegar síldarvertíđinni lauk um haustiđ beitti Hermann fyrir útgerđ Smárans um veturinn, bćđi á Húsavík og í Sandgerđi, en algengt var á ţessum tíma ađ bátar frá Húsavík fćru suđur og gerđu út frá Suđurnesjunum yfir vetrarvertíđina enda mikil fiskigengd á miđum viđ Suđurlandiđ og ţví von um góđa afkomu.
Eftir veruna á Smára ŢH réđ Hermann sig á Helgu ŢH sem var um 50 tonna eikarbátur. Líkt og var međ Smára ŢH var Helga ŢH gerđ út frá Húsavík hluta úr ári og svo hluta úr ári frá Sandgerđi á vetrarvertíđ.
Áriđ 1961 rćđur Hermann sig á Héđinn ŢH sem var 150 tonna stálbátur og gerđur var út á neta og línuveiđar. Héđinn ŢH ţótti mikiđ aflaskip enda fór ţađ svo ađ skipiđ var aflahćst ţađ áriđ yfir landiđ á vetrarvertíđinni.
Hermann átti eftir ađ vera á fleiri bátum eins og Dagfara ŢH og Andvara ŢH áđur en hann kaupir hlut í útgerđ á Húsavík.
Hermann réđi sig á Glađ ŢH um áramótin 1969 sem var 36 tonna eikarbátur, ári síđar kaupir hann sig inn í útgerđina ásamt Jóhanni Kr. Jónssyni og verđur skipstjóri um tíma. Á ţessum tíma hafđi Hermann orđiđ sér út um svokallađ „pungapróf“ sem veitti honum leyfi til ađ stjórna bátum upp ađ ákveđinni stćrđ.
Ákvörđun var tekin um ađ selja Glađ ŢH til Ţórshafnar 1973 og kaupa ţess í stađ öflugri bát sem fékk nafniđ Jón Sör ŢH en ţađ var um 60 tonna eikarbátur. Báturinn kom til heimahafnar um áramótin 1973-74.
Ađ útgerđinni stóđu auk Hermanns, Pétur Olgeirsson og Jóhann Kr. Jónsson. Nokkrum árum síđar, ţađ er áriđ 1977, skiptir útgerđin Jóni Sör ŢH út og kaupir ţess í stađ Arneyju KE öflugan trébát af Óskari Karlssyni útgerđamanni ćttuđum frá Húsavík. Um ári síđar var ákveđiđ ađ hćtta útgerđinni og var Arney KE seld áriđ 1978.
Viđ söluna á skipinu urđu tímamót í lífi Hermanns sem ţá var fertugur ađ aldri en ţá settist hann á skólabekk. Ţađ er í Iđnskólann á Húsavík. Ţađan útskrifađist hann sem vélvirki. Í kjölfariđ hóf hann störf á Vélaverkstćđinu Foss síđar Vélaverkstćđinu Grím áđur en hann settist í svokallađan helgan stein áriđ 2008.
Ţćr eru ófáar ferđirnar sem Hermann hefur fariđ niđur í vélarúm báta og skipa ţau ár sem hann starfađi sem vélvirki á vélaverkstćđum á Húsavík, enda var Hermann á heimavelli ţegar kom ađ ţví ađ gera viđ vélbúnađ um borđ og ţótti auk ţess afar vandvirkur. Ég leyfi mér hér ađ vitna í Pétur Olgeirsson skipstjóra en hann sagđi um Hermann ađ hann hafi ćtiđ haldiđ vélarrúminu gangandi af mikilli fagmennsku.
Ţegar saga Hermanns er skođuđ kemur í ljós ađ hann var mjög fjölhćfur, hann var háseti, kokkur, vélavörđur, stýrimađur og skipstjóri á sínum gćfusama sjómannsferli.
Hermann tók ţátt í miklu björgunarafreki viđ Flatey á Skjálfanda ţegar flutningaskipiđ Hvassafelliđ strandađi viđ eyjuna ţann 7. mars áriđ 1975 í brjáluđu veđri. Hermann var í áhöfn Jóns Sör ŢH sem lagđi sig í töluverđa lífshćttu viđ björgunina. Fyrir ţađ verđur seint ţakkađ.
Sjómannsferill Hermanns hefur alla tíđ veriđ farsćll og honum hefur auđnast ađ vera međ góđum skipstjórnum til sjós; Ég nefni Ţórhall Karlsson, Sigurđ Sigurđsson, Maríus Héđinsson, Björn Sörensson, Ađalstein Árna Baldursson, Birgi Erlendsson og Pétur Olgeirsson.
Hermann Ragnarsson hafđu líkt og Jónas kćrar ţakkir fyrir framlag ţitt til samfélagsins í gegnum tíđina.
Jónas Jónsson og Hermann Ragnarsson voru heiđrađir fyrir störf sín til sjós.
Ađ lokinni guđţjónustu var lagđur blómsveigur ađ minnismerki um látna sjómenn sem er í garđinum viđ kirkjuna.
Slysavarnarkonurnar María Kristjánsdóttir og Ţóra Björg Sigurđardóttir lögđu blómsveig ađ minnismerkinu um látna sjómenn.
Athöfnin viđ minnismerkiđ um látna sjómenn.
Međ ţví ađ smella á myndirnar er hćgt ađ fletta ţeim og skođa í stćrri upplausn.