Jóna, Lena og Lindi Íslandsmeistarar

Um 400 íþróttamenn frá tæplega 30 félögum tóku þátt í Íslandsmóti ÍF um síðustu helgi. Mótið fór fram í Laugardalshöllinni og keppt var í boccia, frjálsum

Jóna, Lena og Lindi Íslandsmeistarar
Íþróttir - - Lestrar 534

Flottir Íslandsmeistarar. Lj. AMÞ.
Flottir Íslandsmeistarar. Lj. AMÞ.

Um 400 íþróttamenn frá tæplega 30 félögum tóku þátt í Íslandsmóti ÍF um síðustu helgi. Mótið fór fram í Laugardalshöllinni  og keppt var í boccia, frjálsum íþróttum, sundi , bogfimi svo eitthvað sé nefnt. 

Að sögn Önnu Maríu Þórðardóttur þjálfara Bocciadeildar Völsungs fóru þrjú lið til leiks í boccia, eitt í fyrstu deild og tvö í þriðju deild. Árangur liðanna var með ágætum en upp úr stóð þó Íslandsmeistaratitill í þriðju deild.  

Þar sigruðu nokkuð örugglega Jóna Rún Skarphéðinsdóttir, Lena Kristín Hermannsdóttir og Vilberg Lindi Sigmundson en þau unnu alla sína leiki á mótinu.  


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744