Jólaupplestur í Safnahúsinu

Í kvöld kl. 20:00 verða skemmtilegir jólaupplestrar fimm þjóðþekktra höfunda. Þessir höfundar eru í verkum sínum að takast á við líf og atburði sem vakið

Jólaupplestur í Safnahúsinu
Aðsent efni - - Lestrar 271

Í kvöld kl. 20:00 verða skemmtilegir jólaupplestrar fimm þjóðþekktra höfunda. Þessir höfundar eru í verkum sínum að takast á við líf og atburði sem vakið hafa mikla athygli og orðið tilefni til umræðna á vettvangi fjölmiðlanna. Verkin eru ofarlega á vinsældarlistum yfir seldar bækur og hafa hlotið fanta góða dóma hjá gagnrýnendum.

Þessir höfundarnir eru Guðjón Friðriksson sem mun lesa upp úr bók sinni um forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson.
Erla Bolladóttir sem mun lesa upp úr sjálfsævisögu sinni. Þorvaldur Kristinsson sem mun lesa upp úr ævisögu sinni um Lárus Pálsson leikara og leikstjóra og Margrét Pála Ólafsdóttir og Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir munu lesa upp úr
ævisögu Margrétar Pálu.

Húsvíkingar og aðrir nærsveitarmenn eru hvattir til að mæta, fá sér kaffisopa og piparkökur og hlíða á skemmtilega upplestra!

Allir velkomnir, ungir sem aldnir, og aðgangur er ókeypis!!

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744