12. nóv
Jólaljós á HúsavíkAlmennt - - Lestrar 322
Unnið er hörðum höndum að því að setja upp jólaljós bæjarins á Húsavík.
Í tilkynningu á vef Norðurþings segir að "kertin" voru sett upp á ljósastaura í miðbænum og eftir Garðarsbraut í dag og í kringum helgina verður jólatré við Hvamm lýst upp.
"Heyrst hefur ofan úr fjalli að Öskjutréið verði lýst upp með nýjum hætti og að nýtt skraut verði sett upp í miðbænum en jólasveinarnir eru nú ekki alltaf þeir áreiðanlegustu.
Uppsetning jólaljósa er fyrr í ár en ella og er það m.a. gert vegna hvatningar um að lýsa upp skammdegið og Covid tímann. Hvetjum við bæjarbúa og íbúa Norðurþings til þess að lýsa upp heimili með jólaljósum" segir í tilkynningunni.