Jökulsárhlaupið haldið í fimmtánda sinn

Fimmtánda Jökulsárhlaupinu var haldið laugardaginn 11. ágúst en um er að ræða utanvegahlaup sem er haldið í stórbrotinni náttúru.

Jökulsárhlaupið haldið í fimmtánda sinn
Almennt - - Lestrar 497

Fimmtánda Jökulsárhlaupinu var haldið laugardaginn 11. ágúst en um er að ræða utanvegahlaup sem er haldið í stórbrotinni náttúru.

Í ár var hlaupið í blíðskaparveðri og höfðu einhverjir hlauparar orð á því að það væri hreinlega of heitt. Hiti í Ásbyrgi var 18 gráður, sól og blíða. Hægt er að hlaupa 13 km, 21,2 km og 32,7 km og enda allar hlaupaleiðirnar við Gljúfrastofu í Ásbirgi. Vinsældir og orðspor hlaupsins hafa borist víða og komast færri að en vilja ár hvert. 

Þess  má geta að forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson var á meðal þátttakenda þetta árið.

Upplýsingar um hlaupið má finna inná heimasíðu Jökulsárhlaupsinsfacebook síðu hlaupsins og einnig má lesa skemmtilega lýsingu Róberts Marshall á hlaupinu inná vefnum vertuuti.is

Hlaupið er dæmi um öflugt samfélagsverkefni í sveitarfélaginu en segja má að allir í Öxarfirði sem vettlingi geta valdið leggi sitt af mörkum til að gera hlaupið eins glæsilegt og raun ber vitni. Um 70 sjálfboðaliðar koma að framkvæmd hlaupsins með því t.d. að halda utan um skráningu, elda mat, setja upp drykkjarstöðvar á leiðinni þar sem víða þarf að bera vatn um langan veg. (nordurthing.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744