Jóhann Kristinn ţjálfar Völsung áfram

Völsungur hefur ráđiđ Jóhann Kristinn Gunnarsson sem ţjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu.

Jóhann Kristinn ţjálfar Völsung áfram
Íţróttir - - Lestrar 313

Stefán Jón og Jóhann Kr. handsala samninginn.
Stefán Jón og Jóhann Kr. handsala samninginn.

Völsungur hefur ráđiđ Jóhann Kristinn Gunnarsson sem ţjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu. 

Í fréttatilkynningu frá knattspyrnuráđi Völsungs segir ađ ţađ sé gríđarleg ánćgja ađ tilkynna um ráđningu á ţjálfara hjá meistaraflokki og 2.fl karla!

"Ţar er kunnuglegt andlit ađ finna, okkar eigin Jóhann Kristinn Gunnarsson. Jói ţekkir hjá okkur hvern krók og kima og viđ hjá honum en hann var ávallt okkar fyrsti kostur í starfiđ. Áfram verđur bćtt í og af enn meiri krafti unniđ međ okkar ungu leikmönnum. Stefnt er á ađ virkja 2.flokk enn frekar í keppnisverkefnum og byggja ţar enn betur í grunninn ađ Völsungsliđinu.

Ţađ var mikil gleđistund í Vallarhúsinu ţegar samningar voru loks undirritađir í dag en auk Jóa skrifuđu ellefu ungir leikmenn undir samning viđ félagiđ til tveggja ára. Almar Örn Jónasson, Andri Már Sigursveinsson, Jóhann Karl Sigfússon, Kristján Benediktsson og Benedikt Kristján Guđbjartsson gerđu sinn fyrsta samning viđ félagiđ. Á sama tíma framlengdu Arnţór Máni Böđvarsson, Gunnar Kjartan Torfason, Jakob Héđinn Róbertsson, Rafnar Máni Gunnarsson, Sigurđur Már Vilhjálmsson og Tryggvi Grani Jóhannsson sína samninga til tveggja ára.

Um leiđ er ţađ okkur mikiđ gleđiefni ađ tilkynna um ađ áđur höfđu Adolf Mtasingwa Bitegeko, Jaime Agujetas Otero, Kifah Moussa Mourad og Santiago Feuillassier framlengt samninga sína út áriđ 2022. 15 nýir samningar og sjóđandi heitur penni.

Ţađ er mikil spenna og mikill hugur í okkur um ađ gera áriđ 2022 sem farsćlast og vonumst viđ til ađ geta flutt ykkur enn fleiri gleđitíđindi á nćstu vikum og mánuđum" Segir í tilkynningunni. 

ÁFRAM VÖLSUNGUR !!!! 

 Ljósmynd Hafţór - 640.is

Stefán Jón úr knattspyrnuráđi og Jóhann Kr. handsala samninginn.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Tryggvi Grani, Sigurđur Már, Benedikt Kr. og Gunnar Kjartan.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Rafnar Máni, Jakob Héđinn, Almar Örn, Jóhann Karl og Andri Már.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Arnţór Máni og Kristján.

Međ ţví ađ smella á myndirnar er hćgt ađ fletta ţeim og skođa í hćrri upplausn.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744