Jóhann Kristinn ráðinn þjálfari meistaraflokks karla

Völsungur hefur ráðið Jóhann Kristinn Gunnarsson sem þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu.

Jói Kr., Júlli og strákarnir. Lj. volsungur.is
Jói Kr., Júlli og strákarnir. Lj. volsungur.is

Völsungur hefur ráðið Jóhann Kristinn Gunnarsson sem þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu.

Skrifað var undir samning þess efnis núna rétt í þessu og greint frá því á heimasíðu félagsins.

Samhliða þjálfun karlaliðsins mun Jóhann sjá um afreksþjálfun Völsungs og FSH en hann hefur áður starfað við það verkefni. 

 

Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka, verður viðloðandi æfingar hjá þeim og felst það í að kíkja á æfingar í samráði við yfirþjálfara yngri flokka til að leiðbeina þjálfurum og iðkendum. 

Jóhann mun einnig sjá um utanumhald á 2. flokki karla hjá félaginu.

Völsungur

Þrír ungir knattspyrnumenn skrifuðu einnig undir samning við Völsung í kvöld og eru á myndinni með Jóhanni Kristni og Júlíusi Bessasyni. Þetta eru Ólafur Jóhann Steingrímsson og bræðurnir Rúnar Þór og Ágúst Þór Brynjarssynir.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744