20. des
Jim Ratcliffe kaupir Grímsstaði á FjöllumAlmennt - - Lestrar 199
Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe hefur keypt meirihlutann í Grímsstöðum á fjöllum. Fram kemur í tilkynningu frá honum að hann kaupi jörðina til að vernda laxveiðiár á Norðausturlandi.
rúv.is greinir frá.
Fram kemur í tilkynningunni frá Ratcliffe að á Grímsstöðum sé vatnasvið mikilvægra laxveiðáa á Norðausturlandi og að kaupin á landinu sé þáttur í því að vernda villta laxastofna við Atlantshaf.
Íslenska ríkið á enn hluti í jörðinni og einnig nokkrir aðrir landeigendur.