20. okt
Jarðskjálftahrina í ÖxarfirðiAlmennt - - Lestrar 171
Jarðskjálftahrina í Öxarfirði, um 30 til 40 kílómetrum frá Kópaskeri, hófst upp úr miðnætti og stendur enn yfir.
Rúv.is greinir frá þessu og þar segir samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni að stærsti skjálftinn hingað til hafi mælst 2,3.
Sigríður Magnea Óskarsdóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofunni ,segir þetta svæði vera þekkt jarðskjálftasvæði. Síðast hafi verið hrina þarna í vor.