20. okt
Jakob Sævar sigurvegari á haustmóti GoðansÍþróttir - - Lestrar 56
Jakob Sævar Sigurðsson vann sigur á haustmóti Goðans 2025 sem lauk í Túni á Húsavík síðdegis í gær.
Jakob fékk 4,5 vinninga af 5 mögulegum og gerði einungis jafntefli við Kristján Inga Smárason í fyrstu umferð.
Rúnar Ísleifsson varð annar með 4 vinninga og Adam Ference Gulyas þriðji á stigum, með 3 vinninga.
Alls tóku 9 þátt í mótinu en einn hætti eftir tvær umferðir.