Jakob Gunnar kominn með átta mörk í síðustu þrem leikjum

Jakob Gunnar Sigurðsson skoraði þrennu fyrir Völsung gegn Haukum í 2. deildinni í dag.

Jakob Gunnar í leik gegn KF á dögunum.
Jakob Gunnar í leik gegn KF á dögunum.

Jakob Gunnar Sigurðsson skoraði þrennu fyrir Völsung gegn Haukum í 2. deildinni í dag.

Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði en svo segir frá leiknum á Fésbókarsíðu Græna Hersins:

3 STIG Á DISKINN MINNNNN!!!!!!!!!!
 
ÞAÐ VAR LAGIÐ! 3-1 sigur á áður ósigruðu Haukaliði á Ásvöllum í hörkuleik!
 
Við komumst í 1-0 rétt fyrir hálfleik eftir laglega fyrirgjöf Steinþórs Freys sem Jakob Gunnar skallaði í markhornið. Bæng!

Byrjuðum seinni hálfleik vel og eftir glæsilegan undirbúnings Gests sem lagði boltann út í teiginn kláraði Jakob Gunnar með bylmingsskoti í markvinkilinn fjær! 2-0!!!!!

Óskar Ásgeirsson átti svo frábæran sprett inn í teig þar sem hann var klipptur niður og víti. Jakob Gunnar á punktinn og þrennan fullkomnuð 3-0!!!!!!!

Heimamenn minnkuðu muninn í næstu sókn enda flugum við skýjum ofar. 3-1 lokatölur!

3 sigrar í röð og við upp í 3.sætið! Frábært! Meistaraflokksliðin með 7 sigurleiki í röð vá!

ÁFRAM VÖLSUNGUR!!!!

Völsungur kominn með níu stig eftir fimm umferðir.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744