Jakob Gunnar er við æfingar hjá LyngbyÍþróttir - - Lestrar 234
Völsungurinn ungi og efnilegi Jakob Gunnar Sigurðsson er á reynslu hjá danska úrvalsdeildar-liðinu Lyngby í þessa vikuna.
Kappinn fór út í gær og kemur heim á föstudag en hann æfir með U17 liðinu þennan tíma og spilaði æfingaleik með þeim í dag gegn Bröndby. 5-0 sigur þar og Jakob Gunnar skoraði tvö mörk.
Jakob Gunnar hefur spilað alla leiki meistaraflokks í sumar en hann varð 16 ára í apríl.
"Við erum afar stolt af okkar manni og mun þessi reynsla nýtast honum vel í framtíðinni! Áfram Jakob og við hlökkum til að fá þig aftur heim". Segir á Fésbókarsíðu Græna hersins.
Annars eð það að frétta af Völsungum að karlaliðið lék gegn Haukum að Ásvöllum um helgina og töpuðu 2-0.
Stelpurnar sóttu KH heim að Hlíðarenda og þar fór jafntefli, 3-3. Krista Eik Harðardóttir skoraði tvö mörk Völsunga og Halla Bríet Kristjánsdóttir eitt.
Strákarnir eiga heimaleik á morgun, miðvikudaginn 7.júní kl.19.15 gegn KFA og stelpurnar taka á móti ÍA nk. laugardag 10. júní.