Jafntefli í grannaslag við Magna

Völsungar fengu Magna frá Grenivík í heimsókn á PCC völlinn í gærkveldi.

Jafntefli í grannaslag við Magna
Íþróttir - - Lestrar 128

Baldur skorar hér fyrsta markið.
Baldur skorar hér fyrsta markið.

Völsungar fengu Magna frá Grenivík í heimsókn á PCC völlinn í gærkveldi.

Bald­ur Sig­urðsson, fyr­irliði Völsungs, kom lþeim grænu yfir á sjöttu mín­útu leiks­ins en Kristó­fer Óskar Óskars­son jafnaði met­in fyr­ir Magna á 28. mín­útu. 1-1 í hálfleik.

Markaskorarinn Áki Sölva­son kom svo heimamönnum yfir á nýj­an leik á 66. mín­útu áður en Tóm­as Örn Arn­ar­son jafnaði met­in eftir hornspyrnu á fimmtu mín­útu upp­bót­ar­tíma. 

Völsungur er áfram í fjórða sæti 2. deildar karla, sjö stig­um frá Þrótti úr Reykja­vík í öðru sæt­inu. Magni er áfram í fallsæti en jafn­ar Hött/​Hug­in að stig­um með sex stig. 

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Baldur skorar fyrsta mark leiksins.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Barátta í teignum.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Völsungar fagna marki Áka.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744