Jafntefli gegn Stólunum

Meistaraflokkur kvenna tók á móti Tindastól í kvöld og var það síðasti heimaleikurinn í 1. deildinni þetta sumarið.

Jafntefli gegn Stólunum
Íþróttir - - Lestrar 375

Meistaraflokkur kvenna tók á móti Tindastól í kvöld og var það síðasti heimaleikurinn í 1. deildinni þetta sumarið. 

Í stuttu máli þá töpuðu stelpurnar sínum fyrstu stigum í C-riðlinum í sumar en leikurinn endaði með jafntefli.

Staðan var 1-2 þegar kom fram í uppbótartíma en þá tókst Dagbjörtu Ingvarsdóttir að jafna leikinn. Fyrra mark Völsungs skoraði Hafrún Olgeirsdóttir á 21. mínútu leiksins en gestirnir jöfnuðu skömmu fyrir leikhlé. Stólarnir náðu síðan forystu í upphafi síðari hálfleiks og eins og áður segir jafnaði Dagbjört í uppbótartíma.

Völsungur er sem fyrr með yfirburðastöðu á toppi riðilsins en síðasti leikur þeirra í honum er gegn Sindra nk. laugardag á Hornafirði.

 

 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744