17. mar
Jafntefli gegn KF í LengjubikarnumÍþróttir - - Lestrar 348
Völsungur mætti lærisveinum Dragan Stojanovic í KF í gær.
Fyrirliði Völsunga, Bjarki Baldvinsson, kom sínum mönnum yfir úr víti á 51. mínútu en KF jafnaði metin rúmum 10 mínútum síðar og þar við sat.
Leikurinn, sem fram fór í Boganum, var í B-deild Lengjubikarsins, riðli 2, og eru Völsungar með fjögur stig eftir tvo leiki.