Ingþór, Ari og Kristján héraðsmeistarar HSÞ í skákÍþróttir - - Lestrar 302
Héraðsmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri fór fram á Laugum í Reykjadal í gær og mættu 16 keppendur til leiks en keppt var í þremur aldursflokkum.
Ingþór Ketilsson varð héraðsmeistari HSÞ í yngsta flokki (1-3. bekkur). Ingþór fékk 5,5 vinninga af 6 mögulegum, en þetta var fyrsta skákmótið sem Ingþór tekur þátt í. Kristján Smárason, sem var einnig að taka þátt í sínu fyrsta skákmóti, varð í öðru sæti með 5 vinninga og Sváfnir Ragnarsson varð þriðji með 4 vinninga. Sjö keppendur tóku þátt í yngsta flokki og tefldu allir við alla með 7 mín umhugsunartíma á mann.
Ari Ingólfsson varð héraðsmeistari HSÞ í miðflokki (4-7. bekkur) með 3 vinninga af 5 mögulegum. Eyþór Rúnarssonvarð annar einnig með 3 vinninga en lægri að stigum og Indriði Ketilsson var þriðji með 2,5 vinninga.
Kristján Davíð Björnsson varð héraðsmeistari HSÞ í efsta flokki (8-10. bekkur) með 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Björn Gunnar Jónsson varð annar með 4 vinninga og Stefán Bogi Aðalsteinsson þriðji með 2,5 vinninga. Keppendur í miðflokki og efsta flokki tefldu saman 5 umferðir eftir monrad-kerfi með 10 mín umhugunartíma.