14. des
Iðnu Lísurnar syngja á Frostrósartónleikum í ÝdölumAðsent efni - - Lestrar 715
Næstkomandi föstudagskvöld verða Frostrósatónleikar í Ýdölum og hefjast þeir kl. 21. Frostrósir fagna 10 ára afmæli í ár og í Ýdölum munu margir frábærir söngvarar koma fram. Með þeim syngja Iðnu Lísurnar, sem er kvennakór söngnemenda Tónlistarskóla Húsavíkur, undir stjórn Lisu McMaster. Söngvararnir sem fram koma á tónleikum Frostrósa eru þau Hera Björk Þórhallsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Margrét Eir Hjartardóttir, Friðrik Ómar Hjörleifsson og Garðar Thor Cortes.
Iðnu Lísurnar vilja hvetja fólk til að láta þennan atburð ekki fram hjá sér fara og tryggja sér miða í tíma.