Íbúafundir í Öxarfirði og á Húsavík

Þriðjudaginn 24. febrúar verða tveir almennir upplýsingafundir fyrir íbúa, annars vegar í Lundi í Öxarfirði klukkan 17:00 og hins vegar á Húsavík klukkan

Íbúafundir í Öxarfirði og á Húsavík
Fréttatilkynning - - Lestrar 402

Eldgosið í Holuhrauni í gær. Lj.fjallasyn.is
Eldgosið í Holuhrauni í gær. Lj.fjallasyn.is

Þriðjudaginn 24. febrúar verða tveir almennir upplýsingafundir fyrir íbúa, annars vegar í Lundi í Öxarfirði klukkan 17:00 og hins vegar á Húsavík klukkan 20:00, vegna jarðhræringanna í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni.

Fundirnir eru í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Í umdæminu hefur komið fyrir að mælst hefur mikil SO2 gasmengun frá eldggosinu í Holuhrauni og má búast við auknum áhrifum gass í vor og sumar miðað við spákortin.

Á fundunum munu fulltrúar frá Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnun, Sóttvarnalækni og Jarðvísindastofnun fjalla um stöðuna á eldgosinu og fara yfir jarðhræringarnar í Bárðarbungu. Þá verða til umræðu áhrif og viðbrögð við gasmengun, hugsanlegt öskufall og flóð vegna eldgoss undir jökli og önnur tengd mál.

Fundirnir verða í Lundi Öxarfirði klukkan 17:00 og í Framsýnarsalnum á Húsavík klukkan 20:00

Íbúar eru hvattir til að koma á fundina og kynna sér þau mál, sem þar eru til umfjöllunar.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra,
Halla Bergþóra Björnsdóttir.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744