Hvetur ráðamenn í Norðurþingi til að endurvekja friðun lands og vatna í sveitarfélaginu

Þó allt bendi til þess að raddir vorsins þagni einn daginn er enn að koma vor hér í Norðurþingi.

Við Kaldbakstjarnir 1. maí sl.
Við Kaldbakstjarnir 1. maí sl.

Þó allt bendi til þess að raddir vorsins þagni einn daginn er enn að koma vor hér í Norðurþingi.

Í tilefni af því að ég sá fyrstu kríuna hér við Kaldbakstjarnir í gær vil ég hvetja ráðamenn bæjarins að endurvekja friðun lands og vatna í sveitarfélag-inu þannig að fuglar geti átt hér skjól og skemmtun. Gott að byrja á Kaldbakstjörnum.

Auglýsa þarf að fuglar og egg þeirra séu friðuð og brotaaðilar verði látnir svara til saka brjóti þeir reglur sem um landið gilda. Öllum hefur ávallt verið heimilt að skoða og njóta náttúrunnar við Kaldbakstjarnir og svo verður áfram vonandi.

Fugla og náttúruskoðun er  stór þáttur í komu ferðamanna hingað og það fer ekki saman að einhverjir fari rænandi og ruplandi um land sveitarfélagsins. Hvort sem umræddir fuglar eru friðaðir eða ekki samkvæmt öðrum lögum væri til fyrirmyndar að friða allt fuglalif hér.

Með vinsemd og nokkurri virðingu

Sigurjón Benediktsson

Kaldbak-Skógarkoti


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744