Hvetja fólk til að leita sér upplýsinga um hvað má og hvað ekkiFréttatilkynning - - Lestrar 697
Í síðustu viku voru þrír erlendir ferðamenn kærðir fyrir að sigla á kæjökum á Mývatni.
Lögreglan á Húsavík hefur sent frá sér fréttatilkynningu um málið þar sem m.a. er hvatt til að fólk leiti sér upplýsinga ef það er í vafa um hvað má og má ekki á þessu svæði..
"Samkvæmt 15 gr. reglugerðar nr. 665/2012, um verndun Mývatns og Laxár segir m.a: “Á tímabilinu 15. apríl til 20. ágúst er notkun farartækja á Mývatni og Laxá og öðrum stöðuvötnum á verndarsvæðinu einungis heimil vegna hefðbundinna nytja og veiða, náttúrurannsókna og umsjónar með svæðinu.
Umhverfisstofnun getur einnig takmarkað frekar notkun tiltekinna farartækja á þessu tímabili að höfðu samráði við Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn og umráðamenn viðkomandi landareigna sem ekki eru í ríkiseigu.” Máli þessara einstaklinga lauk með því að þeir féllust á greiðslu sektar.
Lögreglan á Húsavík naut góðrar aðstoðar lögreglunnar á Selfossi við rannsókn málsins. Við viljum hvetja fólk til að leita sér upplýsinga ef það er í vafa um hvað má og má ekki á þessu svæði þar sem sérstök lög og reglur gilda um verndarsvæðið við Mývatn og Laxá í Suður Þingeyjarsýslu".