Húsavíkurmótið í handbolta

Hið árlega Húsavíkurmót í handbolta fer fram um helgina í íþróttahöllinni á Húsavík.

Húsavíkurmótið í handbolta
Íþróttir - - Lestrar 454

Hið árlega Húsavíkurmót í handbolta fer fram um helgina í íþróttahöllinni á Húsavík.

Mótið hófst í morgun klukkan 08:00 og er leikið fram yfir kvöldmat í dag og mótinu lýkur í hádeginu á morgun, sunnudag.

Mótið er haldið fyrir iðkendur í 6. flokki kvenna eldra ár og er liður í Íslandsmóti HSÍ. Að þessu sinni eru 29 lið skráð til leiks frá 17 félögum og í heildina eru 215 iðkendur sem munu leika handbolta í höllinni um helgina. 

Það má því búast við um 300 manns í bæinn um helgina í tengslum við mótið og mikið líf í höllinni og um að gera að líta við. (volsungur.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744