16. des
Húsavíkurlína hreinsuðAlmennt - - Lestrar 289
Björgunarsveitin Garðar hefur, líkt og aðrir viðbragðsaðilar, staðið í ströngu síðustu sólarhringa.
Í gær hóf sveiitn að aðstoða Landsnet við hreinsa klaka af rafmagnslínunni frá Laxárvirkjun til Húsavíkur.
Svokallaðri Húsavíkurlínu.
Á fésbókarsíðu Landsnets í gær sagði að fjórir staurar væru brotnir eða laskaðir ásamt nokkrum slám. Einnig er leiðari slitinn á einum stað.
Ljósmyndari 640.is tók þessar myndir skammt ofan Húsavíkur og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.