07. sep
Húsavík fyrsti kostur fyrir vinnslu á stórþaraAlmennt - - Lestrar 422
Á fundi byggðarráðs Norðurþings í síðustu viki lá bréf frá Islands Þari ehf. þar sem fyrirtækið lýsir yfir að Húsavík sé þeirra fyrsti kostur til uppsetningar á þaravinnslu.
Óskað er eftir aðstoð og samstarfi sveitarfélagsins við ákvörðun endanlegrar staðsetningar og skipulagningu þeirra þátta sem nauðsynlegir eru til að byggja upp starfsemina á Húsavík.
Byggðarráð tók jákvætt í erindið og fól sveitarstjóra að eiga samtal við fyrirtækið um atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
Sagt var frá verkefninu á 640.is í lok júní sl. og lesa má nánr um verkefnið hér