Hulda Ósk tryggði Íslendingum sigur

Íslenska U17 ára landslið kvenna í knattspyrnu bar sigurorð af Rúmeníu, 2.1, í fyrsta leik sínum í milliriðli í undankeppni EM en riðillinn sem Ísland

Hulda Ósk tryggði Íslendingum sigur
Íþróttir - - Lestrar 326

Hulda Ósk Jónsdóttir
Hulda Ósk Jónsdóttir

Rúmenar náðu forystunni á 48. mínútu en Hulda Ósk Jónsdóttir úr Völsungi tryggði Íslendingum sigurinn en hún skoraði bæði mörk íslenska liðsins. Hún jafnaði metin á 57. mínútu og skoraði sigurmarkið á 71. mínútu.

Í hinum leik riðilsins höfðu Spánverjar betur gegn Írum, 2:1, en Ísland mætir Írlandi á miðvikudaginn.

Byrjunarlið Íslands í dag:

Markvörður: Hafdís Erla Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Erna Guðrún Magnúsdóttir

Vinstri bakvörður: Arna Dís Arnþórsdóttir

Miðverðir: Eva Bergrín Ólafsdóttir, fyrirliði og Lillý Rut Hlynsdóttir

Tengiliðir: Ingibjörg Sigurðardóttir og María Eva Eyjólfsdóttir

Hægri kantur: Petrea Björt Sævarsdóttir

Vinstri kantur: Bryndís Rún Þórólfsdóttir

Sóknartengiliður: Hulda Ósk Jónsdóttir

Framherji: Esther Rós Arnarsdóttir

 

(mbl.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744