HSÞ í 8. sæti á Landsmótinu á SelfossiÍþróttir - - Lestrar 385
Keppni lauk á landsmóti UMFÍ á Selfossi síðdegis í gær. Keppendur HSÞ náðu prýðis góðum árangri því HSÞ endaði í 8. sæti af 25 félögum með 420,5 stig.
HSK varð langefst með 3896 stig. UMSK varð í öðru sæti og ÍBR í því þriðja.
Staða efstu félaga á landsmótinu:
1 HSK Héraðssambandið Skarphéðinn 3896
2 UMSK Ungmennasamband Kjalarnesþings 1844
3 ÍBR Íþróttabandalag Reykjavíkur 1152.5
4 ÍBA Íþróttabandalag Akureyrar 851.5
5 UMFN Ungmennafélag Njarðvíkur 646
6 Keflavík Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag 582
7 Fjölnir Ungmennafélagið Fjölnir 456
8 HSÞ Héraðssamband Þingeyinga 420.5
Hafnfirðingar, Eyfirðingar og Skagfirðingar koma svo í næstu sætum með nokkuð innan við 300 stig. Sjá heildarlistann hér
Sjá nánar á 641.is og heimasíðu HSÞ en þar má skoða myndir sem Halldóra Gunnarsdóttir tók.