Hreinsuðu rusl í bæjarlandinu

Síðastliðinn laugardagsmorgun tóku bæjarbúar sig til og hreinsuðu til í kringum Húsavík líkt og gert er vor hvert.

Hreinsuðu rusl í bæjarlandinu
Almennt - - Lestrar 510

Hestamaðurinn Björn Guðjónsson lét sig ekki vanta.
Hestamaðurinn Björn Guðjónsson lét sig ekki vanta.

Síðastliðinn laugardagsmorgun tóku bæjarbúar sig til og hreinsuðu til í kringum Húsavík líkt og gert er vor hvert.

Er það nokkru seinna en venja er en vorið var líka seint á ferð.

Bæjarlandinu var skipt á milli félagasamtaka í bænum og fór hver hópur yfir sitt svæði en einnig var þeim tilmælum beint til fyrirtækja og einstaklinga að hreinsa til í sínu nánasta umhverfi.

Þegar búið var að gera bæinn fínann var farið að  Borgarhóls-skóla og gætt sér á grilluðum pylsum, safa og kaffi auk þess sem hoppikastali var þar fyrir börnin.

Ljósmyndari 640.is fór norður fyrir bæ og hitti á nokkra húsvíkinga sem sögðu ruslið í minna lagi og því gekk vel að hreinsa.

Hestamenn

Hestamenn úr Traðargerði létu sitt ekki eftir liggja í hreinsuninni...

Hreinsunardagur

...frekar en Börkur Guðmundsson og Aðalgeir Sævar Óskarsson meðlimir Mótorsportsklúbbs Húsavíkur.

Norður undir hreppamörkum Norðurþings og Tjörneshrepps voru meðlimir Skipulags- og bygginganefndar og Framkvæmda- og hafnarnefndar Norðurþings að hreinsa til þegar ljósmyndara bar að garði.

Þráinn og Hjálmar Bogi

Vestan þjóðvegar 85 voru þeir samherjar í bæjarpólítíkinni Þráinn Gunnars og Hjálmar Bogi að störfum en gáfu sér þó tíma til myndatöku...

Áki Hauks

...en austan þjóðvegar, gegnt Tröllakoti, var Áki Hauks einn á báti kampakátur að sjá en nokkru utar sást til þeirra Sigurgeirs Höskuldar og Tryggva Jóhanns.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744