24. okt
Hrannar Björn í viðræðum við KAÍþróttir - - Lestrar 351
Fram kemur á knattspyrnuvefsíðunni 433.is í dag að Hrannar Björn Steingrímsson leikmaður Völsungs hafi átt í viðræðum við KA um hugsanleg félagaskipti.
,,Ég hef vitað að áhuga þeirra um nokkurt skeið og það er ekkert leyndarmál að ég er í viðræðum við KA," sagði Hrannar Björn við 433.is í dag.
,,Það er bara október ennþá og ég er ekkert að stressa mig. Ég veit að það eru fleiri lið sem hafa áhuga."
Hrannar Björn er fæddur árið 1992 en hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað yfir 100 leiki í meistaraflokki.
Mað KA leikur bróðir hans Hallgrímur Mar Steingrímsson en hann hefur verið orðaður við lið í Pepsi deildinni. (433.is)