Hótel Edda er mćtt á Spotify – CD í smíđum

Sjötta plata Ljótu hálfvitanna er komin á streymisveituna góđkunnu.

Hótel Edda er mćtt á Spotify – CD í smíđum
Fréttatilkynning - - Lestrar 217

Sjötta plata Ljótu hálfvitanna er komin á streymisveituna góđkunnu. 

Ţangađ eru allir velkomnir, eins og á hóteliđ sem kennt er viđ hótelstjórann geđţekka, og skyldi alls ekki ruglađ saman viđ hótel sem eru kennd viđ eitthvađ allt annađ fólk.

Á Hóteli Edda eru tólf lög sem Hálfvitarnir hafa veriđ ađ skrúfa saman í vinnubúđum undanfarin ár og tóku loks upp í endanlegri mynd í stífri vinnutörn á ţví forna höfuđbóli Möđruvöllum í Hörgárdal í janúar síđastliđin undir dyggri stjórn Einars Vilberg, sem kom upptökunum síđan í endanlega mynd.

Ţađ er óţarfi ađ taka fram ađ Hálfvitarnir eru ákaflega ánćgđir međ Hóteliđ sitt. Góđur stađur til ađ bíđa af sér óáran. Heitur pottur, nóg nautahakk og elskulegasti hótelstjóri síđan Basil Fawlty. 

Fyrir safnara og fólk af gamla skólanum (og safnara af gamla skólanum) hefur veriđ sett í gang framleiđsla á svokölluđum geisladisk (CD) sem verđur vonandi fáanlegur um miđjan apríl.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744