Hornsteinn lagđur ađ byggingu kínversk-íslensku rannsóknastöđvarinnar um norđurljósFréttatilkynning - - Lestrar 697
Ţann 10. október 2016 munu Illugi Gunnarsson, mennta- og menningar-málaráđherra og Sun Shuxian, ađstođarráđherra Hafmálastofnunar Kína leggja hornstein ađ byggingu kínversk-íslensku rannsóknastöđvarinnar um norđurljós í Ţingeyjarsveit.
China-Iceland Joint Aurora Observatory (CIAO) er rannsóknamiđstöđ fyrir vísindamenn sem rannsaka norđurljósin í alţjóđlegu samstarfi. Vísindalegt markmiđ ţessa samstarfs er ađ efla skilning á samspili sólar og jarđar annars vegar og geimveđri hins vegar, međ ţví ađ framkvćma athuganir í háloftum á heimskautasvćđum, t.d. á norđurljósum, breytileika í segulsviđi og öđrum tengdum fyrirbćrum.
Rannsóknamiđstöđin á Kárhóli er samstarfsverkefni íslenskra og kínverskra vísindastofnana. Ţar verđur fullkomin ađstađa fyrir vísindamenn til mćlinga og athugana á norđurljósum ásamt gestastofu. Stöđin verđur búin fullkomnum norđurljósamyndvélum, litrófsmćlum, segulsviđsmćlum og öđrum ţeim búnađi sem nútíma rannsóknir á norđurljósum krefjast.
Heimskautastofnun Kína (Polar Research Institute of China) leiđir samstarfiđ fyrir kínversku samstarfsađilana.
Ţćr íslensku stofnanir sem koma ađ vísindastarfinu eru Rannís, Raunvísindastofnun Háskólans, Veđurstofa Íslands, Norđurslóđanet Íslands, Háskólinn á Akureyri og Arctic Portal.
Vísindaráđ verđur starfrćkt sem mun halda utan um vísindastarfiđ.
Ísland er einn besti stađurinn á norđurhveli jarđar til ađ rannsaka norđurljós en Frakkar, Bretar og Japanir eru međal ţjóđa sem stundađ hafa rannsóknir hér á landi áratugum saman.
Starfsemi rannsóknamiđstöđvar á Kárhóli mun styrkja ţćr norđurslóđarannsóknir sem ţegar eru stundađar hér á landi og bćta viđ ţćr á sumum sviđum.
Fyrsta skóflustunga ađ rannsóknarstöđinni var tekin í júní 2014 og í framhaldinu hófst hönnun og annar undirbúningur framkvćmda. Arkitekt er Birgir Ţröstur Jóhannsson og um tćknihönnun sá verkfrćđistofan Mannvit. Jarđvegsvinna, ţ.m.t. vegagerđ var unnin á síđasta ári en bygging rannsóknarstöđvarinnar hófst sl. haust. Uppsteypu hússins lauk í ágúst sl. og er nú unniđ viđ stálvirki og lokun hússins. Jarđverk ehf. hefur séđ um jarđvinnu, SS Byggir ehf. um uppsteypu hússins og Útrás ehf. um vinnu viđ stálvirki. Gert er ráđ fyrir ađ unniđ verđi ađ innanhússfrágangi í vetur og ađ stöđin verđi tilbúin um mitt nćsta ár. Heildarstćrđ byggingarinnar er 760 fermetrar ađ međtalinni gestastofu og fyrirlestrarsal sem verđa tekin í notkun síđar.