Hörku leikur í Höllinni í gær

Í gærkveldi tóku Völsungur á móti Þrótti úr Fjarðabyggð í 11. umferð úrvalsdeildar kvenna í blaki þar sem Þróttur vann 2-3 sigur eftir hörku rimmu.

Hörku leikur í Höllinni í gær
Íþróttir - - Lestrar 188

Ky­isha Hunt var stigahæst Völsunga með 26 stig.
Ky­isha Hunt var stigahæst Völsunga með 26 stig.

Í gærkveldi tóku Völsungur á móti Þrótti Fjarðabyggð í 11. umferð úrvalsdeildar kvenna í blaki þar sem Þróttur vann 2-3 sigur eftir hörku rimmu.

Liðin höfðu átt ólíku gegni að fagna fram að þessu þar sem Þróttur var í þriðja sæti með 17 stig en Völsungur í næst neðsta sæti með aðeins 4 stig eftir jafn marga leiki.

Heimastúlkur höfðu greinilega nýtt jólafríið vel og mættu fullar sjálfstrausts til leiks og tóku fyrstu tvö stigin. Þróttur náði að jafna og var hrinan hnífjöfn og spennadi þar sem Völsungar náði að landa sigri eftir upphækkun 26-22.

Völsungur byrjaði aðra hrinu á svipuðum nótum en Þróttarkonur sigu fljótt fram úr og unnu hrinuna nokkuð örugglega 17-25

Í fjórðu hrinu snerist dæmið hins vegar algjörlega við þó svo að jafnræði hafi verið með liðunum fram undir miðja hrinu en þá sigu heimastúlkur fram úr og unnu 25-18. Og oddahrina staðreynd.

Í byrjun oddahrinunar gekk töluvert á þar sem Kyisha Hunt  leikmaður Völsungs fékk rautt spjald og Þróttur þar með eitt stig á silfurfati og komst  þar með í 1-4.

Völsugur hélt baráttunni áfram og náði að jafna 6-6 en og síðan í 8-6 og eru því með tveggja stiga forskot þegar skipt er um völl en eftir skiptinguna sá Vöslungur varla til sólar og gerðu of mikið af mistökum og Fjarðarbyggðar stúlkur sigldu þægilegum sigri 9-15 í höfn.

Þær unnu þar með leikinn 2-3 og taka því með sér tvö stig austur en Völsungur náði stigi út úr leiknum.

Stigahæstar í liði Þróttar Fjarðarbyggð var Paula Miguel De Blaz með 21 stig og Ester Rún Jónsdóttir með 13 stig.

Í liði Völsungs var Kyisha Hunt með 26 stig og þær Tamara Kaposi og Heiðdís Edda með 16 stig hvor.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ky­isha Hunt var stigahæst Völsunga með 26 stig.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Tami Kaposi og Ingunn Elsa Ingadóttir í hávörn.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Tomi fer yfir leikplanið í leikhléi.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744