Hjalti og Lára gefa út sína fyrstu plötu

Eftir ađ hafa komiđ saman fram yfir 500 sinnum á síđustu átta árum gefa hjónin Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir loks út sína fyrstu plötu í lok

Hjalti og Lára gefa út sína fyrstu plötu
Fréttatilkynning - - Lestrar 365

Eftir ađ hafa komiđ saman fram yfir 500 sinnum á síđustu átta árum gefa hjónin Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir loks út sína fyrstu plötu í lok ágúst og nefnist hún einfaldlega Hjalti og Lára.

Rómantíkin svífur yfir vötnum á plötunni sem inniheldur 12 lög, íslensk og erlend. Útgáfunni verđur fagnađ međ glćsilegum útgáfutónleikum á Húsavík, Akureyri og Blönduósi. Í framhaldi verđa útgáfutónleikar víđar um landiđ. Fyrsta lagiđ af plötunni, Eina nótt, er ţegar komiđ í spilun á Rás 2 og situr nú 3. sćti Vinsćldarlist Rásar 2.

Á plötunni flytja Hjalti og Lára rólegar ballöđur í bland viđ kántrý skotna slagara. Flest lagana hafa ţau veriđ beđin um ađ flytja viđ ýmiskonar tilefni og hafa lögin svo fylgt ţeim í gegnum árin. Platan var tekin upp í Hofi nú á vordögum og inniheldur hún lögin Ó ţú, Heyr mína bćn og Tvćr stjörnur. Tvö laganna, Vetrarvinur og Viđ munum aldrei ganga ein, eru frumsamin fyrir plötuna auk ţess sem guđsmennirnir Oddur Bjarni Ţorkelsson (Ljótur hálfviti) og Svavar Alfređ Jónsson sömdu nýja íslenska texta viđ erlend lög. Einvala hópur hljóđfćraleikara spilar ásamt Hjalta og Láru á plötunni en ţeir eru Einar Örn Jónsson, píanó og harmóníum, Gunnar Illugi Sigurđsson, trommur og Pétur Ingólfsson, kontrabassi. Upptökustjórn annađist Hrafnkell Sigurđsson og um eftirvinnslu sá Finnur Hákonarson.

Hjalti og Lára hófu ađ koma fram saman áriđ 2005. Lára er fiđluleikari ađ mennt og bakgrunnur hennar er í klassískri tónlist. Ţegar ađ ţau kynntust var Hjalti hinsvegar söngvari í akureyrskri ţungarokksveit. Ţau fundu góđan milliveg og hafa komiđ fram saman yfir 500 sinnum viđ ýmiskonar tćkifćri. Lára starfar sem fiđluleikari og verkefnastjóri og spilar reglulega međ Sinfóníuhljómsveit Norđurlands, Cheek Mountain Thief og ýmsum kammerhópum. Hjalti er menntađur sálfrćđingur en auk ţess hefur hann lagt stund á klassískan söng. Hann starfar sem sálfrćđingur viđ Verkmenntaskólann á Akureyri og hjá Sálfrćđiţjónustu Norđurlands.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744