Hildur Sigurgeirsdóttir með tvenn bronsverðlaun á Special Olympics

Bocciadeild Völsungs átti fulltrúa á Heimsleikum Special Olympics sem fóru fram í Berlín á dögunum.

Guðni Th. Jóhannesson og Hildur Sigurgeirsdóttir.
Guðni Th. Jóhannesson og Hildur Sigurgeirsdóttir.
Bocciadeild Völsungs átti fulltrúa á Heimsleikum Special Olympics sem fóru fram í Berlín á dögunum.
 
Hildur Sigurgeirsdóttir var sá fulltrúi og stóð hún sig með stakri príði og var árangurinn mjög góður. Hún endaði í þriðja sæti í kvennadeildinni í sínum riðli og hlaut því bronsverðlaun.
 
Einnig tók hún þátt í tvíliðakeppni í karlaflokki með Birgi Viðarssyni frá Íþróttafélaginu Suðra Selfossi, en Birgir náði einmitt í silfurverðlaun í karlaflokki. Þau gerðu sér lítið fyrir og nældu sér í þriðja sætið í tvíliðakeppninni eftir gríðarlega spennandi leik sem endaði 6-5 okkar fulltrúum í vil. Hildur kemur því heim tveimur bronsverðlaunum ríkari.
 
Frá þessu segir á Fésbókarsíðu Völsungs en Rannveig Þórðardóttir var með Hildi í ferðinni og hún hafði þetta að segja um ferðina:
 
„Ferðin gekk mjög vel, hún byrjaði á vinabæjarheimsókn í bænum Kempten þar sem stjanað var við keppendur og ný ævintýri áttu sér stað á hverjum degi. Á fjórða degi var haldið til Berlín í 10 tíma rútuferð sem gekk vel.
 
Á fyrsta keppnisdegi var svokallaður delagation dagur þar sem keppendur spila boccia með dómara sem síðan raðar þeim niður í riðla eftir getu og er þetta gert til að allir keppi á sínum jafningja grundvelli. Hildur lenti í erfiðum riðlum en þrátt fyrir það náði hún að vinna til verðlauna í báðum greinum sem hún tók þatt í“.
 
Í íslenska hópnum voru 30 keppendur sem höluðu inn fjölda verðlauna að tekið var eftir.
 
Þegar komið var til Íslands eftir eftir 15 daga ferðalag að þá buðu forsetahjónin heim á Bessastaði og var það frábær endir á góðu ferðlagi.
 
640.is óskar Hildi til hamingju með árangurinn

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744