21. maí
Hildur Anna sá um ÍHÍþróttir - - Lestrar 219
Völsungur tók á móti ÍH í 2. deild kvenna síðdegis í dag.
Eftir tap í fyrstu tveim leikjum Íslandsmótsins mættu stelpurnar brattar leiks og unnu mikilvægan 2-1 sigur.
Hildur Anna Brynjarsdóttir skoraði bæði mörk Völsungs úr föstum leikatriðum.
Á fésbókarsíðu Græna hersins má lesa þetta um leikinn:
Okkar konur mættu tilbúnar í þetta og þetta var mikið hark frá byrjun. Gestirnir meira með boltann en við gáfum engin færi á okkur. Seint í fyrri hálfleik fáum við aukaspyrnu rétt utan við teig sem Hildur Anna Brynjarsdóttir stillir sér upp við. Hún neglir boltanum í markmannshornið, beint í innri stöng marksins BÆNG 1-0. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Það þurfti að hafa fyrir seinni hálfleiknum þar sem gestir héldu bolta áfram meira. Þær jafna svo seint í seinni hálfleik úr aukaspyrnu, 1-1. Þetta var þó eingöngu sett upp til þess að fá gleðina við “late winner”.
Á 84.mín fáum við óbeina aukaspyrnu á markteigslínu. Ólína Helga tötsar og Hildur Anna þrykkir af sínu alkunna alefli og boltinn söng í netinu!! 2-1 sigur og fyrstu þrjú stig sumarsins hengd á töfluna.
Meira svona Grænar!! Næsti leikur er mánudaginn 29.maí gegn Smára (ekki enskukennara) í Kópavogi, meir um það síðar!
Fyrstu orð þjálfarans eftir leik: “Ég er bara ógeðslega hrikalega ánægður!”.
ÁFRAM VÖLSUNGUR!!
..og boltinn söng í netinu eftir aukaspyrnu Hildar Önnu Brynjarsdóttur.
Völsungar fagna fyrra marki Hildar Önnu í leiknum.