Héraðsmót í skákAðsent efni - - Lestrar 39
Sunnudaginn 9. maí verður héraðsmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri haldið á veitingastaðnum Dalakofanum á Laugum. Mótið hefst kl 13:00 og lýkur kl. 16:00. Það er skákfélagið Goðinn sem sér um mótshaldið.
Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 15 mín á keppanda í hverri skák. Verðlaun verða veitt í fjórum flokkum: Stúlkur: 13 ára og yngri (1-7 bekkur) Strákar: 13 ára og yngri (1-7 bekkur) Strákar 14-16 ára (8-10 bekkur) Stúlkur: 14-16 ára (8-10 bekkur) Vinningahæsti keppandinn hlýtur farandbikar að launum og nafnbótina Héraðsmeistari HSÞ í skák 2010 ! Þátttökugjald er krónur 500- Sjoppa er á staðnum.
Skráning í mótið fer fram hjá Hermanni í síma 4643187.
Einnig er hægt að senda skráningar með tölvupósti á netfangið: Lyngbrekka@magnavik.is Skákfélagið Goðinn.