19. nóv
Heimboð jólasveinanna í DimmuborgumAlmennt - - Lestrar 167
Nú styttist í það að jólasveinarnir í Dimmuborgum fari á kreik en þar hafa þeir búið svo lengi sem elstu menn muna. Og jafnvel lengur.
Næstkomandi laugardag ætla þeir að bjóða fólki heim í Dimmuborgir líkt og þeir hafa gert undanfarin ár og stendur heimboðið frá kl. 15 – 15.30.
Þaðan verður svo farið í Skjólbrekku þar sem þeir bjóða í jólasveinakaffi. Þar verða borð hlaðin kræsingum sem þeir hafa útbúið með hjálp heimamanna í Mývatnssveit. Börn úr Tónlistarskólanum í Reykjahlíð munu flytja jólatónlist og sitthvað fleira verður í boði.