Háskólalestin á Húsavík-Fjör og frćđi, vísindi og viđburđirAlmennt - - Lestrar 68
Í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands 2011 ferðast svokölluð Háskólalest vítt og breitt um landið með fjölbreytta dagskrá. Háskólalestin heimsækir Húsavík föstudaginn 27. og laugardaginn 28. maí með sannkallaða vísindaveislu: fjör, fræði og viðburði.
Föstudaginn 27. maí sækja nemendur 6. – 9. bekkjar Borgarhólsskóla valin námskeið úr hinum vinsæla Háskóla unga fólksins og kynnast þar stjörnufræði, japönsku, latínu, fornaldarsögu, sjúkraþjálfun, eðlisfræði, jarðvísindum og vistfræði
Laugardaginn 28. maí kl 13 – 17 býðst gestum og gangandi á öllum aldri að taka þátt í dagskrá Háskólalestarinnar á Húsavík sem fer fram á Hvalasafninu og í Salnum í Borgarhólsskóla.
Í boði verður m.a. sýning félaga úr Sprengjugenginu landsfræga, stjörnutjald, eldorgel, kröftugar sýnitilraunir, japönsk menning, furðuspeglar, snúningshjól, tæki og tól sjúkraþjálfara og stjörnuskoðun, svo eitthvað sé nefnt.
Í fyrirlestrasal Hvalasafns verða stutt fræðsluerindi. Þar flytur Bryndís Brandsdóttir erindi um jarðskjálftar í Kelduhverfi og tengsl við eldstöðvar Þeistareykja og Kröflu, Sævar Helgi Bragason fræðir gesti um leyndardóma himingeimsins og raunveruleika geimfaranna, Marianne Rasmussen fjallar um tungumál hvala, Sigursteinn Másson flytur erindi um viðhorfsbreytingar til hvalveiða og verndar og Rögnvaldur Ólafsson veltir upp spurningum um tengsl ferðamennsku og náttúru.
„Vísindasigling“ kl 09:00
Norðursigling býður heimamönnum á Húsavík í sannkallaða vísindasiglingu þar sem Marianne H. Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík, veitir innsýn í heillandi hljóðheim hvalanna. Einstakt tækifæri fyrir heimamenn að kynnast hvalarannsóknum á svæðinu.
Vísindaveisla á Hvalasafninu og í Sal Borgarhólsskóla kl 13 - 17
Sprengjugengið sýnir kl 13:30 og 15:30 í Salnum
Stjörnutjaldið, sýningar á hálftíma fresti í Salnum
Eldorgel, sýnitilraunir og syngjandi skál
Undraspeglar, snúningshjól og stjörnufræði
Japönsk menning og tunga
Tæki og tól, mælingar og pælingar
Og ótal margt fleira að skoða, kanna og upplifa.
Fræðsluerindi í fyrirlestrasal Háskólasafns kl 14 – 17
14:00 Bryndís Brandsdóttir:Jarðskjálftar í Kelduhveri 1885 og 1975 og tengsl við eldstöðvar Þeistareykja og Kröflu.
14:30 Rögnvaldur Ólafsson:Jarðvangur (geopark) til eflingar heilsársferðamennsku?
15:30 Sigursteinn Másson: Frá hvalveiðum til verndunar - Grundvallar viðhorfsbreyting
15:00 Marianne Rasmussen: Hvalahljóð á heimaslóð /Sound of whales recorded in Icelandic waters
16:00 Sævar Helgi Bragason: Leyndardómar himingeimsins og veruleiki geimfaranna.
Dagskrá Háskólalestar er öllum opin,
aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.