Handverkshefđ á Húsavík á lista UNESCO

Á vef SSNE segir frá ţví í dag ađ gleđilegar fréttir hafi borist ţann 14. desember síđastliđinn.

Handverkshefđ á Húsavík á lista UNESCO
Almennt - - Lestrar 286

Súđbyrđingurinn Iđa ŢH 321 viđ bryggju á Húsavík.
Súđbyrđingurinn Iđa ŢH 321 viđ bryggju á Húsavík.

Á vef SSNE segir frá ţví í dag ađ gleđilegar fréttir hafi borist ţann 14. desember síđastliđinn.

Ţá samţykkti Menningar-málastofnun Sameinuđu ţjóđanna, UNESCO, ađ skrá norrćna súđbyrđinginn, ţ.e.a.s. smíđi hans og notkun, sem óáţreifanlegan menningararf mannkynsins. 

Norđurlöndin stóđu saman ađ tilnefningunni til UNESCO, ţar međ taliđ Menningarmiđstöđ Ţingeyinga og Vitafélagiđ. Meirihluti bátanna í bátasafninu á Húsavík eru einmitt fulltrúar ţessarar tvö ţúsund ára gömlu handverskhefđar á Norđurlöndum.

Fyrir áhugasama ţá mćlum viđ međ ađ skođa bókarbćkling sem kom út áriđ 2007 međ upplýsingum og myndum um bátakost og strandmenningu, mismunandi útfćrslur eftir notkun, straumum og ţörfum hvers svćđis: Norce Boat Dictionary, Northern coastal experience. Bókarbćklinginn er međal annars hćgt ađ nálgast á bókasöfnun og SSNE. Fyrir áhugasama vćri jafnframt fróđlegt og skemmtilegt ađ horfa á heimildarmynd Ásdísar Thoroddsen Súđbyrđingur - saga báts Gjóla Films / Súđbyrđingur | On Northern Waters (gjola.is)

Samkvćmt frétt á ruv.is ţá heldur UNESCO úti tveimur skrám. ,,Annars vegar er listinn yfir heimsminjar, ţar sem Ţingvelli er međal annars ađ finna. Hinn listinn snýr ađ óáţreifanlegum menningararfi, sem getur faliđ í sér munnlega geymd, siđi, hefđir og athafnir auk ţekkingar eins og smíđalist. Ţar er súđbyrđingurinn fyrsti menningararfurinn sem tengist Íslandi til ađ verđa skráđur á listann."

 

  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744