Handverkshefð á Húsavík á lista UNESCO

Á vef SSNE segir frá því í dag að gleðilegar fréttir hafi borist þann 14. desember síðastliðinn.

Handverkshefð á Húsavík á lista UNESCO
Almennt - - Lestrar 261

Súðbyrðingurinn Iða ÞH 321 við bryggju á Húsavík.
Súðbyrðingurinn Iða ÞH 321 við bryggju á Húsavík.

Á vef SSNE segir frá því í dag að gleðilegar fréttir hafi borist þann 14. desember síðastliðinn.

Þá samþykkti Menningar-málastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, að skrá norræna súðbyrðinginn, þ.e.a.s. smíði hans og notkun, sem óáþreifanlegan menningararf mannkynsins. 

Norðurlöndin stóðu saman að tilnefningunni til UNESCO, þar með talið Menningarmiðstöð Þingeyinga og Vitafélagið. Meirihluti bátanna í bátasafninu á Húsavík eru einmitt fulltrúar þessarar tvö þúsund ára gömlu handverskhefðar á Norðurlöndum.

Fyrir áhugasama þá mælum við með að skoða bókarbækling sem kom út árið 2007 með upplýsingum og myndum um bátakost og strandmenningu, mismunandi útfærslur eftir notkun, straumum og þörfum hvers svæðis: Norce Boat Dictionary, Northern coastal experience. Bókarbæklinginn er meðal annars hægt að nálgast á bókasöfnun og SSNE. Fyrir áhugasama væri jafnframt fróðlegt og skemmtilegt að horfa á heimildarmynd Ásdísar Thoroddsen Súðbyrðingur - saga báts Gjóla Films / Súðbyrðingur | On Northern Waters (gjola.is)

Samkvæmt frétt á ruv.is þá heldur UNESCO úti tveimur skrám. ,,Annars vegar er listinn yfir heimsminjar, þar sem Þingvelli er meðal annars að finna. Hinn listinn snýr að óáþreifanlegum menningararfi, sem getur falið í sér munnlega geymd, siði, hefðir og athafnir auk þekkingar eins og smíðalist. Þar er súðbyrðingurinn fyrsti menningararfurinn sem tengist Íslandi til að verða skráður á listann."

 

  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744