Handverkshátíđ lauk í gćr

Handverkshátíđ 2014 lauk í gćr. Stjórnendur hátíđarinnar eru ánćgđir međ ađsóknina en er gert ráđ fyrir ađ hátíđin hafi fengiđ um 15.000 heimsóknir.

Handverkshátíđ lauk í gćr
Fréttatilkynning - - Lestrar 444

Handverkshátíđ 2014 lauk í gćr. Stjórnendur hátíđarinnar eru ánćgđir međ ađsóknina en gert er ráđ fyrir ađ hátíđin hafi fengiđ um 15.000 heimsóknir.

Eftirtektarvert var hversu vandađar vörur voru á bođstólnum í ár og hversu mikinn metnađ sýnendur höfđu lagt í sýningarbása sína. Handverksmarkađur fór fram á föstudeginum og sunnudeginum međ 20 ţátttakendum hvorn daginn og vakti hann svo mikla lukku ađ búast má viđ ađ hann verđi árlegur viđburđur. Laugardeginum lauk međ frábćrri kvöldskemmtun og verđlaun hátíđarinnar veitt. Valiđ var erfitt og ţví var ákveđiđ ađ veita tvenn aukaverđlaun ađ ţessu sinni. Ánćgjulegt er ađ segja frá ţví ađ báđir ađilarnir sem hlutu aukaverđlaunin eru ađ taka ţátt á hátíđinni í fyrsta sinn.

Handverksmađur ársins 2014

Kristín Ţórunn Helgadóttir - Fjöruperlur

Umsögn valnefndar: Kristín  nýtir efniviđ úr náttúrunni á frumlegan og áhugaverđan hátt og hefur ţróađ ađferđir til ađ vinna úr honum svo afraksturinn verđur falleg vara ţar sem litir, munstur og form náttúrunnar fá ađ njóta sín í einfaldleika sínum en í nýju samhengi. 

Sölubás ársins 2014

Hespa – Guđrún Bjarnadóttir

Umsögn valnefndar: Margbreytileiki og látleysi skapa fallega heild

Hvatningarverđlaun

Hildur Harđardóttir – Hildur H. List-Hönnun

Umsögn valnefndar: Hvert og eitt ţessara einstöku dýra lýsa miklum sköpunarkrafti

Hvatningarverđlaun

Erling Andersen - Módelbátar

Umsögn valnefndar: Vandađ handverk sem greinilega er unniđ af mikilli natni

Valnefnd skipuđu:

Arnar Árnason – bóndi á Hranastöđum og stjórnarmađur Handverkshátíđar

Björg Eiríksdóttir – myndlistarmađur og kennari

Rósa Húnadóttir – ţjóđfrćđingur og međ próf í menningarmiđlun

Verđlaunagripirnir eru allir og hannađir af Einari Gíslasyni myndlistamanni frá Brúnum í Eyjafirđi

Samstarfiđ viđ Saga Travel lukkađist vel, en ţeir sáu um sćtaferđir á hátíđina frá Akureyri og verđur samstarfinu haldiđ áfram á nćsta ári. Stjórnendur hátíđarinnar vilja nýta tćkifćriđ og ţakka sýnendum og gestum fyrir komuna og viđ hlökkum til ađ taka á móti ykkur á nćsta ári.

 

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744