Halla fær pizzuna

Karl Hreiðarsson var maðurinn sem spurt var um þessa vikuna og kom Halla Hallgrímsdóttir með nafn hans. Þó ekki fyrr en eftir síðustu vísbendingu.

Halla fær pizzuna
Almennt - - Lestrar 387

Karl Hreiðarsson.
Karl Hreiðarsson.

Karl Hreiðarsson var maðurinn sem spurt var um þessa vikuna og kom Halla Hallgrímsdóttir með nafn hans. Þó ekki fyrr en eftir síðustu vísbendingu. 

Fyrsta vísbending var: Mörg stórmennin bera og hafa borið nafn mannsins. Kóngar og prinsar hafa borið þessi nöfn í gegnum tíðina auk annara stórmenna. Önnur vísbending var: Maki mannsins er Húsvíkingur og það er kórrétt. Unnur er Húsvíkingur í húð og hár. Þriðja vísibending sagði að maðurinn noti hjálpartæki í hinu daglega lífi og Kalli gengur með gleraugu. Þá er það síðasta vísbendingin sem sagði eitthvað á þá leið að ef þu tækir fyrsta stafinn í föðurnafni mannsins og settir framan við fyrsta staf í nafni hans fremst yrði maðurinn virkilega ógnvekjandi, sem hann er í raun alls ekki enda annálað ljúfmenni. Ef H-ið er sett fyrir framan Karl yrði það Hákarl.
 
Halla hefur unnið sér inn pizzu, franskar og gos á Fosshótelinu. Þar er opið í pizzunum alla daga frá kl. 18:00-21:00. Pantanasíminn er 464-2333.
FH

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744