Hall­grím­ur í liði mánaðar­ins

Hús­vík­ing­ur­inn Hall­grím­ur Jónas­son, miðvörður og fyr­irliði danska úr­vals­deild­arliðsins OB, er í liði mars­mánaðar hjá danska blaðinu

Hall­grím­ur í liði mánaðar­ins
Íþróttir - - Lestrar 345

Haallgrímur Jónasson. Lj. ob.dk
Haallgrímur Jónasson. Lj. ob.dk

Hús­vík­ing­ur­inn Hall­grím­ur Jónas­son, miðvörður og fyr­irliði danska úr­vals­deild­arliðsins OB, er í liði mars­mánaðar hjá danska blaðinu Tips­bla­det. mbl.is greinir frá.

Hall­grím­ur hef­ur spilað vel í hjarta varn­ar­inn­ar hjá OB en liðið fékk aðeins á sig eitt mark í þrem­ur leikj­um liðsins í deild­inni í mars. OB er í 6. sæti deild­ar­inn­ar en með Hall­grími hjá OB leik­ur Ari Freyr Skúla­son.

 

Hall­grím­ur, sem er þrítug­ur að aldri, hef­ur spilað 15 leiki með ís­lenska A-landsliðinu og hef­ur í þeim skorað 3 mörk. Hann lék síðast með því gegn Banda­ríkja­mönn­um í lok janú­ar og er í bar­áttu um að kom­ast í hóp­inn sem fer á EM í sum­ar. (mbl.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744