Hálfvitarnir međ spilakvöld á Grćna hattinumFréttatilkynning - - Lestrar 377
Glöggir ađdáendur hafa kannski áttađ sig á ađ hljómsveitin hefur gefiđ út fjórar plötur og á hverri ţeirra eru 13 lög.
Af ţessu tilefni var ákveđiđ ađ gefa út spilastokk ţar sem hver plata stendur fyrir einn lit og hvert spil fyrir eitt lag.
Ţetta var góđi parturinn. Núna kemur glórulausi hlutinn:
Á Spilakvöldum Ljótu hálfvitanna draga áhorfendur spil úr stokknum og hljómsveitin spilar lagiđ sem dregiđ verđur. Óţarfi ađ taka fram ađ innan um leynist margur Svartipétur. Sem eykur bara á gleđina, ef marka má viđbrögđ áhorfenda á Café Rosenberg um síđustu helgi ţar sem hugmyndin var prufukeyrđ.
Og nú er sem sagt komiđ ađ Grćna hattinum. Ţar verđa Ljótu hálfvitarnir um Hvítasunnuhelgina og forsala er í gangi í Eymundsson á Akureyri og á midi.is. Nýlega var ţriđju tónleikunum bćtt viđ svo nú er möguleiki ađ komast á Spilakvöld 6., 7. og 8. júní nćstkomandi.
Ţau hefjast kl. 22 föstudag og laugardag en kl. 21 á sunnudag, húsiđ opnar klukkutíma fyrr og á efnisskránni eru … ja, ţađ verđur bara ađ koma í ljós.