Hagnaður hjá GH – Skarphéðinn ráðinn vallarstjóri

Aðalfundur Golfklúbbs Húsavíkur var haldinn 7. febrúar síðastliðinn mættu 29 félagar klúbbsins.

Aðalfundur Golfklúbbs Húsavíkur var haldinn 7. febrúar síðastliðinn mættu 29 félagar klúbbsins.

Helst er það að frétta af reikningum að vallargjöld fóru úr 1.145 þús. kr. fyrir árið 2011 og upp í 1.959 þús. kr. Hagnaður af rekstrinum er 1.883 þús. kr. fyrir árið 2012.

Breytingar í nefndum eru þær að formaður vallarnefndar Kristinn Vilhjálmsson lætur af störfum og við embættinu tekur Ragnar Emilsson. Endurkjörnir voru Pálmi Pálmason formaður, Harpa G. Aðalbjörnsdóttir ritari, Skarphéðinn Ívarsson formaður nýliða og unglinganefndar, og Magnús Hreiðarsson formaður aganefndar.

Skarphéðinn Ívarsson hefur jafnframt verið ráðinn sem vallarstjóri á Katlavelli fyrir komandi tímabil.

Sjá nánar á heimasíðu GH


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744