Haddi með SönderjyskE á ný

Hallgrímur Jónasson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur náð sér af meiðslum sem hafa haldið honum frá keppni með SönderjyskE í fyrstu umferðum dönsku

Haddi með SönderjyskE á ný
Íþróttir - - Lestrar 301

Haddi á heimaslóðum í vor.
Haddi á heimaslóðum í vor.

Hallgrímur Jónasson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur náð sér af meiðslum sem hafa haldið honum frá keppni með SönderjyskE í fyrstu umferðum dönsku úrvalsdeildarinnar í sumar.

Hallgrímur, sem var í lykilhlutverki með liðinu á síðasta tímabili og vann sér sæti í landsliði Íslands, spilaði ekki fyrstu þrjá leikina vegna meiðsla í hné.

Á vef Sönderjyske kemur fram að hann sé tilbúinn í slaginn og sé í hópnum fyrir leik liðsins gegn Horsens í úrvalsdeildinni annað kvöld. (mbl.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744