Gunnar I. Gunnsteinsson nýr framkvćmdastjóri Menningarfélags AkureyrarFréttatilkynning - - Lestrar 273
Menningarfélag Akureyrar hefur ráđiđ Gunnar I. Gunnsteinsson í starf framkvćmdastjóra félagsins.
Gunnar I. Gunnsteinsson hefur starfađ sem framkvćmdastjóri Bandalags Sjálfstćđu leikhúsanna og Tjarnarbíós undanfarin ár.
"Jafnframt hefur hann starfađ sem leikari, leikstjóri og framleiđandi til fjölda ára og m.a. sett upp Ávaxtakörfuna, Benedikt búálf og Baneitrađ samband á Njálsgötunni ásamt ţví ađ skrifa nokkur leikrit.
Gunnar ćtti ekki ađ vera Akureyringum ókunnur, en hann er fćddur og uppalinn á Akureyri og stundađi nám viđ VMA á sínum yngri árum. Hann er útskrifađur leikari frá Leiklistarskóla Íslands og međ MA í stjórnun menningar- og menntastofnana frá Háskólanum á Bifröst ásamt diplómu í markađs- og útflutningsfrćđum.
Gunnar hefur ađallega starfađ međ stjálfstćđum hópum en einnig međ helstu sviđslistastofnunum landsins s.s. Ţjóđleikhúsinu og Íslensku óperunni.
Stjórn Menningarfélagsins býđur Gunnar hjartanlega velkominn til starfa og vćntir mikils af ráđningu hans. Framundan er spennandi og krefjandi starf viđ ađ byggja áfram upp starfsemina og er víst ađ reynsla Gunnars af uppbyggingarstarfi menningarstofnanna mun reynast vel í ţeirri vinnu". Segir í fréttatilkynningu.