Gullverðlaun hjá U17 í Ikast

U17 ára landslið Íslands í blaki stúlkna mættu liði Danmerkur í dag er leikið um gullverðlaunin á NEVZA-mótinu sem staðið hefur yfir í Ikast í Danmörku

Gullverðlaun hjá U17 í Ikast
Íþróttir - - Lestrar 207

U17 liðið ásamt þjálfurum. Lj.Tamas Kaposi.
U17 liðið ásamt þjálfurum. Lj.Tamas Kaposi.

U17 ára landslið Íslands í blaki stúlkna mættu liði Danmerkur í dag er leikið var um gullverðlaunin á NEVZA-mótinu sem staðið hefur yfir í Ikast í Danmörku undanfarna daga.

Þjálfarar liðsins eru Tamas Kaposi og Tamara Kaposi-Peto þjálfarar og leikmenn Völsungs.

Í liðinu eru fimm Völsungar, Agnes Björk Ágústsdóttir, Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir, Kristey Marín Hallsdóttir, Sigrún Marta Jónsdóttir og Sigrún Anna Bjarnadóttir.

"Íslensku stelpurnar mættu Danmörku í riðlakeppninni en það var fyrsti leikur liðsins á mótinu. Þar vann Danmörk 3-0 sigur en íslensku stelpurnar léku mun betur í næstu leikjum og unnu bæði Noreg og Færeyjar. Það var því komið að því að hefna fyrir tapið á mánudag og stelpurnar byrjuðu leikinn frábærlega. Þær unnu fyrstu hrinuna 20-25 og leiddu leikinn strax frá upphafi.

Önnur hrinan var algjörlega eign íslenska liðsins en hana vann Ísland 14-25 og liðið komið í dauðafæri á að klára leikinn og sækja gull. Þriðja hrinan byrjaði afar vel en íslensku stelpurnar náðu þó ekki að hrista þær dönsku frá sér. Undir lokin voru íslensku stelpurnar þó mun sterkari aðilinn og þær unnu þriðju hrinu 19-25. Þar með unnu þær leikinn sannfærandi, 0-3, og vinna NEVZA mótið árið 2021". Segir á blakvefnum blakfréttir.is

U17 lið drengja tók einnig þátt í mótinu og átti Völsungur fjóra leikmenn í liðinu, þá Aron Bjarka Kristjánsson, Hjalta Karl Jónsson, Hrein Kára Ólafsson og Sigurð Helga Brynjúlfsson.

Drengirnir lentu í fjórða sæti eftir tap fyrir Færeyingum í leik um þriðja sætið.

Þjálfarar drengjalandsliðsins eru Massimo Pistoia og Hafsteinn Valdimarsson.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744