Guđrún Tryggvadóttir nýr formađur Bćndasamtakanna

Guđrún Tryggvadóttir sauđfjárbóndi í Svartárkoti í Bárđardal í S-Ţingeyjarsýslu mun taka viđ embćtti formanns Bćndasamtaka Íslands 1. mars nk.

Núverandi stjórn B.Í Mynd: Bbl.is
Núverandi stjórn B.Í Mynd: Bbl.is

Guđrún Tryggvadóttir sauđfjárbóndi í Svartárkoti í Bárđardal í S-Ţingeyjarsýslu mun taka viđ embćtti formanns Bćndasamtaka Íslands 1. mars nk. 

Frá ţessu er greint á vef Bćndasamtaka Íslands.

Sindri Sigurgeirsson, sem veriđ hefur formađur Bćndasamtaka Íslands frá 2013, hefur óskađ eftir ţví ađ stíga til hliđar. Hann tekur viđ nýju starfi í apríl sem svćđisstjóri Arion-banka á Vesturlandi međ ađsetur í Borgarnesi. Í ljósi ţeirra breytinga lćtur hann af öllum trúnađarstörfum fyrir samtök bćnda.

Guđrún Tryggvadóttir, sem er núverandi varaformađur samtakanna, er menntađur kennari en rekur sauđfjárbú í Svartárkoti međ systur sinni og fjölskyldum ţeirra. Ţar er einnig rekiđ menningar- og frćđslusetur auk ferđaţjónustu í Kiđagili í sömu sveit.

Guđrún er fyrsta konan til ađ gegna formennsku í heildarsamtökum bćnda á Íslandi, allt frá ţví ađ ţau fyrstu voru stofnuđ undir nafninu „Suđuramtsins húss- og bústjórnarfélag“ áriđ 1837. Bćndasamtök Íslands voru stofnuđ í núverandi mynd áriđ 1995.

Viđ ţessar breytingar verđur einnig breyting á stjórn Bćndasamtakanna. Guđrún Lárusdóttir, bóndi í Keldudal í Hegranesi í Skagafirđi, sem er fyrsti varamađur í stjórn tekur sćti í ađalstjórn frá 1. mars. Guđrún Lárusdóttir er einnig formađur Búnađarsambands Skagfirđinga.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744