Guðmundur Óli semur við Þór

Í dag skrifaði Guðmundur Óli Steingrímsson undir samning við Þór og því ljóst að þessi sterki leikmaður mun leika með Þór í fyrstu deildinni í sumar.

Guðmundur Óli semur við Þór
Íþróttir - - Lestrar 391

Guðmundur Óli mun leika með Þór.
Guðmundur Óli mun leika með Þór.

Í dag skrifaði Guðmundur Óli Steingrímsson undir samning við Þór og því ljóst að þessi sterki leikmaður mun leika með Þór í fyrstu deildinni í sumar.

Guðmundur Óli, sem er 29 ára gamall er uppalinn hjá Völsungi og lék með liðinu til ársins 2008 og svo aftur árið 2013. Guðmundur lék með KA í fimm tímabil á árunum 2008-2012.

Auk þess hefur hann einnig leikið með KV og KFG.  Guðmundur Óli á alls 207 leiki að baki í deild og bikar og skorað 36 mörk í þeim leikjum.  

Það er því ljóst að Guðmundur Óli á eftir að styrkja hóp Þórs til muna enda reynslu mikill leikmaður eins og tölfræðin sýnir.

Guðmundur Óli hefur æft með Þór undanfarnar vikur og spilaði m.a. með Þór í Kjarnafæðismótinu. 

Á meðfylgjandi mynd, sem fengin er af heimasíðu Þórs, eru auk Guðmundar Óla  Aðalsteinn Ingi Pálsson formaður knattspyrnudeildar og Halldór (Donni) Sigurðsson þjálfari meistaraflokks sem skrifuðu undir samninginn fyrir hönd Þórs. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744