GS Frakt kaupir akstursdeild Steinsteypis

Nýverið komust eigendur GS Frakt á Dalvík og Steinsteypis á Húsavík að samkomulagi um kaup GS Frakt á akstursdeild Steinsteypis.

GS Frakt kaupir akstursdeild Steinsteypis
Almennt - - Lestrar 739

Nýverið komust eigendur GS Frakt á Dalvík og Steinsteypis á Húsavík að samkomulagi um kaup GS Frakt á akstursdeild Steinsteypis.

Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða þjónustu sem Steinsteypir hefur veitt skipa-félögum og öðrum stærri viðskiptavinum í gámaflutningum.
 
GS Frakt kaupir flutningabíla, gámalyftu og vagna. Einnig flytjast þrír bílstjórar til þeirra. Bílstjórar og bílar verða áfram staðsettir á Húsavík. GS Frakt tekur við rekstrinum 1. júní

 

"Við hlökkum til að taka við þessum rekstri og vonumst eftir því að eiga áfram gott samstarf við Húsvíkinga og aðra sem hafa verið í akstursþjónustu hjá Steinsteypi" segir Gunnlaugur Svansson eigandi GS Frakt.

GS Frakt var stofnsett árið 2016 og hefur sinnt akstursþjónustu fyrir Eimskip undanfarin ár. 

"Það er ánægjulegt að sjá að þessi rekstur verður í höndum öflugra aðila með víðtæka þekkingu í flutninga og aksturs geiranum, við óskum GS Frakt til hamingju með kaupin"  segir Friðrik Sigurðsson einn af eigendum Steinsteypis.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Frá undirritun samningsins í gær, fv. Jónas Konráð og Kristinn Jóhann Ásgrímssynir, Friðrik Sigurðsson frá Steinsteypi og Gunnlaugur Svansson eigandi GS Frakt á Dalvík.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Friðrik og Gunnlaugur undirrita kaupsamninginn.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Seljendur og kaupandi ásamt Ólafi Steinarssyni sem sá um samnings-gerðina.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744