07. mar
GPG Seafood semur um nýsmíðiAlmennt - - Lestrar 248
GPG Seafood á Húsavík undirritaði nýverið samning við Víkingbáta ehf. um smíði á nýjum línubáti.
Fyrirtækið missti bátinn Lágey ÞH-265 þegar hann strandaði í Þistilfirði í nóvember og reyndist ónýtur
Í frétt Morgunblaðsins segir að áætlað sé að nýsmíðin verði afhent á næsta ári. Báturinn verður 13,25 metrar að lengd, 5,5 metrar að breidd og mælist 29,9 brúttótonn.
Á meðfylgjandi mynd sem fengin er af heimasíðu Vikingbáta takast þeir í hendur Gunnlaugur Karl Hreinsson eigandi GPG Seafood og Matthías Sveinsson eigandi Vikingbáta.